fös 26. maí 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Hvetur Kane til að yfirgefa Tottenham - „Hann á betra skilið“
Mynd: EPA
Enski sparkspekingurinn Jamie Redknapp hvetur Harry Kane til þess að yfirgefa Tottenham Hotspur í sumar.

Kane, sem er varafyrirliði Tottenham, hefur verið langbesti leikmaður liðsins síðasta áratuginn.

Hann er markahæstur í sögu félagsins en er ekki enn kominn með titil á ferilskránna.

Framherjinn á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og er Redknapp á því að nú sé rétti tímapunktinn til að yfirgefa félagið.

„Þetta eru staðreyndirnar og Tottenham er bara í þvælunni. Ef þú ert Harry Kane og átt eitt ár eftir af samningi þínum þá er þetta tíminn til að fara og hann verður að ýta því í gegn.“

„United gæti fengið einhvern. Hann missti af tækifærinu að fara til Man City fyrir nokkrum árum en akkúrat núna þarf hann að ýta því í gegn að fara eitthvað annað.“

„Tottenham er eins og einhver samfélagsleg tilraun hversu mikið þú getur lagt á stuðningsmennina þangað til þeir tapa glórunni. Þeir þurfa að gera eitthvað því enginn vill missa Harry Kane. Hann hefur verið ótrúlegur og á betra skilið,
Athugasemdir
banner
banner