„Ég er stoltur af strákunum," sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir stórsigur gegn Þór í Lengjudeildinni í kvöld.
„Mér fannst við spila þennan leik mjög vel, þeir eiga langskot í slána í fyrri hálfleik, þess fyrir utan fá þeir ekki færi í leiknum þannig ég er mjög ánægður með varnarleikinn og mér fannst við stjórna þessum leik nánast frá A-Ö."
Lestu um leikinn: Fjölnir 6 - 0 Þór
Úlfur gaf leikmönnunum mikið hrós fyrir sigurinn.
„Strákarnir eiga þetta alveg skuldlaust. Við erum vel rútíneraðir, æfum rosalega vel hvernig við viljum spila. Ég lagði ekki upp eitt né neitt, ég sagði bara: Farið út og spiliði. Þeir gerðu það og eiga þennan sigur skuldalust sjálfir," sagði ÚIfur.
Athugasemdir