Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   þri 26. júní 2018 21:18
Elvar Geir Magnússon
Gylfi stoltur en líka svekktur: Gríðarlega nálægt þessu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi. Við vorum gríðarlega nálægt þessu í stöðunni 1-1, við vissum alltaf að Argentína myndi klára sinn leik," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-1 tap gegn Króatíu á HM í kvöld. Íslands er úr leik í Heimsmeistarakeppninni eftir tapið.

„Við erum auðvitað mjög svekktir en getum við stoltir af þessu þó úrslitin hafi ekki verið með okkur."

Gylfi skoraði mark Íslands úr leiknum úr vítaspyrnu. Gylfi klúðraði spyrnunni sem hann tók gegn Nígeríu í síðasta leik en hann var öruggur núna, þó spyrnan hafi verið nokkuð svipuð þeirri sem hann tók gegn Nígeríu. Gegn Nígeríu fór boltinn yfir en núna söng hann í þaknetinu.

„Ég verð að taka ábyrgð á þessu. Það gerði þetta svolítið erfiðara að hafa klúðrað síðasta víti fyrir nokkrum dögum en það var gott og þægilegt að hafa komist í gegnum það að skora úr næsta víti."

Markmið strákanna er auðvitað að komast á næstu stórmót.

„Það væri skemmtilegt. Við erum allir sammála um að þetta sé það skemmtilegasta sem við höfum upplifað, að fara á EM og HM. Stefnan er sett á næsta stórmót," segir Gylfi.

„Við erum gríðarlega stoltir að hafa komist hingað og verið í séns að komast áfram á þriðja leikdegi. En við erum líka svekktir og vonsviknir með sjálfa okkur, við hegðum alveg getað farið áfram en svona er þetta bara."

Aðspurður segir Gylfi vonast til þess að Heimir Hallgrímsson haldi áfram með liðið. Viðtalið er í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner