Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
   þri 26. júní 2018 21:18
Elvar Geir Magnússon
Gylfi stoltur en líka svekktur: Gríðarlega nálægt þessu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi. Við vorum gríðarlega nálægt þessu í stöðunni 1-1, við vissum alltaf að Argentína myndi klára sinn leik," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-1 tap gegn Króatíu á HM í kvöld. Íslands er úr leik í Heimsmeistarakeppninni eftir tapið.

„Við erum auðvitað mjög svekktir en getum við stoltir af þessu þó úrslitin hafi ekki verið með okkur."

Gylfi skoraði mark Íslands úr leiknum úr vítaspyrnu. Gylfi klúðraði spyrnunni sem hann tók gegn Nígeríu í síðasta leik en hann var öruggur núna, þó spyrnan hafi verið nokkuð svipuð þeirri sem hann tók gegn Nígeríu. Gegn Nígeríu fór boltinn yfir en núna söng hann í þaknetinu.

„Ég verð að taka ábyrgð á þessu. Það gerði þetta svolítið erfiðara að hafa klúðrað síðasta víti fyrir nokkrum dögum en það var gott og þægilegt að hafa komist í gegnum það að skora úr næsta víti."

Markmið strákanna er auðvitað að komast á næstu stórmót.

„Það væri skemmtilegt. Við erum allir sammála um að þetta sé það skemmtilegasta sem við höfum upplifað, að fara á EM og HM. Stefnan er sett á næsta stórmót," segir Gylfi.

„Við erum gríðarlega stoltir að hafa komist hingað og verið í séns að komast áfram á þriðja leikdegi. En við erum líka svekktir og vonsviknir með sjálfa okkur, við hegðum alveg getað farið áfram en svona er þetta bara."

Aðspurður segir Gylfi vonast til þess að Heimir Hallgrímsson haldi áfram með liðið. Viðtalið er í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner