Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. júní 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ansi áhugaverð tölfræði hjá Þorleifi í Houston
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Houston Dynamo
Sóknarmaðurinn Þorleifur Úlfarsson er búinn að grípa tækifæri sitt hjá Houston Dynamo með báðum höndum.

Þorleifur, eða Thor eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum, lék með Víkingi Ólafsvík sem féll úr Lengjudeildinni á síðasta ári. Hann skoraði eitt mark í sex leikjum fyrir Ólsara.

Það var í Duke háskólanum þar sem hann vakti athygli í Bandaríkjunum. Hann skoraði 15 mörk fyrir Duke og var valinn besti sóknarmaður ACC-deildarinnar.

Hann skráði sig í nýliðaval fyrir MLS-deildina og var valinn númer fjögur. Það gerist ekki mjög oft að leikmenn sem eru valdir í nýliðavalinu fái að spila eins mikið og Þorleifur hefur gert á tímabilinu, en hann er að nýta tækifæri sitt mjög vel.

Síðastliðna nótt gerði hann sitt annað mark í MLS-deildinni þegar Houston Dynamo vann 2-0 sigur á Chicago Fire; þetta var hans annað mark í þremur leikjum.

Þetta er ansi athyglisvert í ljósi þess að framherjar frá Evrópu hafa ekki verið að gera merkilega hluti í Houston í síðustu ár. Áður en ‘Thor’ gerði þessi tvö mörk í þremur leikjum þá höfðu framherjar frá Evrópu aðeins gert tvö af síðustu 123 mörkum Houston; ansi mögnuð tölfræði það.


Athugasemdir
banner
banner