Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júní 2022 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Atletico vill bakvörð frá Celtic
Juranovic skoraði 6 mörk á síðustu leiktíð.
Juranovic skoraði 6 mörk á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA

Atletico Madrid vantar hægri bakvörð í sumar. Kieran Trippier var seldur í janúar, Sime Vrsaljko er að renna út á samningi og Daniel Wass er 33 ára gamall.


Atletico hefur ekki gengið vel í leit sinni að nýjum bakverði en nú horfir félagið til Josip Juranovic hjá Celtic.

Juranovic er 26 ára landsliðsmaður Króatíu og myndi taka við af landsliðsfélaga sínum Vrsaljko. Juranovic hefur verið frábær með Celtic frá komu sinni frá Legia Varsjá í fyrrasumar. Celtic borgaði ekki nema 2,5 milljónir punda og gerði leikmaðurinn fimm ára samning.

Celtic vill ekki selja bakvörðinn sinn og hermir Sky Sports að það þurfi líklegast yfir 25 milljónir punda til að kaupa leikmanninn. Metfé sem Celtic hefur fengið fyrir leikmann var þegar Arsenal keypti Kieran Tierney fyrir 25 milljónir sumarið 200


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner