Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juve og Barca berjast um Di Maria
Mynd: Getty Images

Stórveldin Juventus og Barcelona eru að berjast um hinn 34 ára gamla Angel Di Maria sem verður samningslaus fyrir næstu helgi.


Di Maria vill einungis skrifa undir eins árs samning og er útlit fyrir að Juve geti boðið hærri laun heldur en Barca.

Sky á Ítalíu segir að Juve sé ekki langt frá því að ná samkomulagi við Di Maria sem skoraði 92 mörk í 295 leikjum hjá PSG auk þess að leggja 113 sinnum upp.

Di Maria er kantmaður sem er með Real Madrid og Manchester United á ferilskránni auk þess að hafa spilað 122 landsleiki fyrir Argentínu.

Di Maria, sem hefur verið hjá PSG síðustu sjö ár, á að fylla í skarðið sem Paulo Dybala skilur eftir sig hjá Juve.

Juve er einnig á eftir Domenico Berardi, kantmanni Sassuolo og ítalska landsliðsins, en félagið vill frekar krækja í hinn þaulreynda Di Maria.

Þá greina ítalskir fjölmiðlar einnig frá því að Paul Pogba sé við það að samþykkja samningstilboð frá Juve og gangast undir læknisskoðun.


Athugasemdir
banner
banner
banner