Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Franskur landsliðsmaður framlengir við Villa
Mynd: EPA
Aston Villa er búið að gera nýjan samning við franska miðjumanninn Boubacar Kamara, sem gildir til 2030.

Kamara er 25 ára varnarsinnaður miðjumaður sem spilaði 41 leik með Aston Villa á síðustu leiktíð. Hann getur einnig spilað sem miðvörður.

Inter, Juventus og Brentford eru meðal liða sem voru sögð áhugasöm um Kamara, en leikmaðurinn hefur bundið enda á alla orðróma með að skrifa undir þennan samning.

Kamara var lykilmaður upp yngri landslið Frakka og hefur spilað fimm sinnum fyrir A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner