Aston Villa er búið að gera nýjan samning við franska miðjumanninn Boubacar Kamara, sem gildir til 2030.
Kamara er 25 ára varnarsinnaður miðjumaður sem spilaði 41 leik með Aston Villa á síðustu leiktíð. Hann getur einnig spilað sem miðvörður.
Inter, Juventus og Brentford eru meðal liða sem voru sögð áhugasöm um Kamara, en leikmaðurinn hefur bundið enda á alla orðróma með að skrifa undir þennan samning.
Kamara var lykilmaður upp yngri landslið Frakka og hefur spilað fimm sinnum fyrir A-landsliðið.
Aston Villa is delighted to announce that Boubacar Kamara has signed a new contract with the club.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) July 24, 2025
The midfielder has agreed a deal that will keep him at Villa until 2030.
Athugasemdir