
Valur 2 - 1 FHL
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('1)
1-1 Taylor Marie Hamlett ('24)
2-1 Fanndís Friðriksdóttir ('63)
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('1)
1-1 Taylor Marie Hamlett ('24)
2-1 Fanndís Friðriksdóttir ('63)
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 FHL
Valur tók á móti botnliði FHL í Bestu deildinni í kvöld og skoraði Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir fyrsta mark leiksins eftir innan við mínútu. Jordyn Rhodes gaf góða fyrirgjöf á Ragnheiði sem skallaði boltann inn.
FHL tókst að gera jöfnunarmark á 24. mínútu þegar Taylor Marie Hamlett fylgdi marktilraun eftir með marki. Staðan var jöfn 1-1 í leikhlé eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, þar sem Valur var sterkari aðilinn fyrri hluta hálfleiksins og FHL varð betra liðið eftir jöfnunarmarkið.
Bæði lið fengu góð færi til að skora í síðari hálfleik en það var Fanndís Friðriksdóttir sem kom boltanum í netið. Hún var rétt kona á réttum stað og gerði vel að klára með marki.
Tilraunir FHL til að gera jöfnunarmark voru bitlausar svo lokatölur urðu 2-1 fyrir Val.
FHL er áfram á botni deildarinnar. Liðið er án stiga eftir 11 umferðir.
Valur er um miðja deild með 15 stig.
Athugasemdir