Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Shakhtar skoraði fjögur í Tyrklandi
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru spennandi leikir fram í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag, þar sem Kolbeinn Birgir Finnsson og Elías Rafn Ólafsson voru ónotaðir varamenn.

Kolbeinn sat allan tímann á bekknum í góðum sigri FC Utrecht á meðan Elías Rafn er varamarkvörður hjá FC Midtjylland sem gerði jafntefli.

Utrecht sigraði á útivelli gegn Sheriff Tiraspol í Moldavíu en Midtjylland gerði jafntefli á heimavelli við Hibernian frá Skotlandi.

Kasper Dolberg skoraði þá eina mark leiksins þegar Anderlecht sigraði gegn BK Häcken og tókst Shakhtar Donetsk að skora fjögur mörk á útivelli gegn Besiktas.

Gestirnir frá Úkraínu komust í tveggja marka forystu en Tammy Abraham og Joao Mario, fyrrum leikmenn AS Roma og Inter, minnkuðu muninn fyrir heimamenn í Tyrklandi. Brasilíumaðurinn Kevin tryggði sigurinn fyrir Shakhtar með tvennu í síðari hálfleik.

Sheriff Tiraspol 1 - 3 Utrecht
1-0 Peter Ademo ('24 )
1-1 Victor Jensen ('33 )
1-2 Nick Viergever ('54 )
1-3 Adrian Blake ('70 )

Midtjylland 1 - 1 Hibernian
0-1 Jamie McGrath ('7 )
1-1 Aral Simsir ('72 )

Anderlecht 1 - 0 Hacken
1-0 Kasper Dolberg ('35 )

Besiktas 2 - 4 Shakhtar Donetsk
0-1 Alisson ('7 )
0-2 Eguinaldo ('28 )
1-2 Tammy Abraham ('40 , víti)
1-3 Kevin ('67 )
2-3 Joao Mario ('87 )
2-4 Kevin ('96 )

Celje 1 - 1 AEK Larnaca
1-0 Franko Kovacevic ('28 , víti)
1-1 Hrvoje Milicevic ('53 , víti)

Levski Sofia 0 - 0 Braga

Lugano 0 - 0 CFR Cluj
0-0 Karlo Muhar ('11 , Misnotað víti)

Ostrava 2 - 2 Legia Warsaw
1-0 Matej Sin ('13 )
1-1 Bartosz Kapustka ('32 )
2-1 Michal Frydrych ('65 )
2-2 Jean-Pierre Nsame ('88 )
Athugasemdir
banner