Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 26. ágúst 2017 21:29
Elvar Geir Magnússon
Tóti Dan: Hugur minn að vera áfram á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Dan Jóhannsson þjálfari Gróttu var ánægður með frammistöðu sinna manna fyrstu 20 mínúturnar gegn Þór í Inkasso-deildinni í dag. Eftir það datt botninn úr hans mönnum.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  3 Þór

Grótta er með 9 stig í fallsæti, sjö stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Sparkspekingar eru búnir að bóka fall hjá liðinu.

„Framhaldið er mjög þungt. Meðan við vinnum ekki náum við ekki að bjarga okkur. Við þurfum að vinna leiki til að nálgast liðin fyrir framan okkur. Miðað við frammistöðuna í dag þá er það ekki að fara að gerast," segir Þórhallur.

Sér hann fram á fall?

„Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Það er klisja að segja að þetta sé ekki búið fyrr en þetta er búið. Með svona spilamennsku þá erum við ekki að fara að vinna marga leiki. Við þurfum að hysja upp um okkur buxurnar fyrir næsta leik."

Þórhallur er með samning út næsta tímabil og býst við að vera áfram?

„Ekki nema stjórnin ákveði eitthvað annað. Hugur minn er sá að standa við minn samning. Ég er í uppbyggingu hérna, við erum ungt lið sem vill spila fótbolta. Það eru ekki til miklir peningar til að kaupa leikmenn til að taka þátt í þessari Inkasso baráttu," segir Þórhallur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner