Þórhallur Dan Jóhannsson þjálfari Gróttu var ánægður með frammistöðu sinna manna fyrstu 20 mínúturnar gegn Þór í Inkasso-deildinni í dag. Eftir það datt botninn úr hans mönnum.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 3 Þór
Grótta er með 9 stig í fallsæti, sjö stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Sparkspekingar eru búnir að bóka fall hjá liðinu.
„Framhaldið er mjög þungt. Meðan við vinnum ekki náum við ekki að bjarga okkur. Við þurfum að vinna leiki til að nálgast liðin fyrir framan okkur. Miðað við frammistöðuna í dag þá er það ekki að fara að gerast," segir Þórhallur.
Sér hann fram á fall?
„Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Það er klisja að segja að þetta sé ekki búið fyrr en þetta er búið. Með svona spilamennsku þá erum við ekki að fara að vinna marga leiki. Við þurfum að hysja upp um okkur buxurnar fyrir næsta leik."
Þórhallur er með samning út næsta tímabil og býst við að vera áfram?
„Ekki nema stjórnin ákveði eitthvað annað. Hugur minn er sá að standa við minn samning. Ég er í uppbyggingu hérna, við erum ungt lið sem vill spila fótbolta. Það eru ekki til miklir peningar til að kaupa leikmenn til að taka þátt í þessari Inkasso baráttu," segir Þórhallur.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir