Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 26. ágúst 2018 16:30
Egill Sigfússon
Kristján Guðmunds: Vorum alltof passívir
Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV
Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV heimsótti KR í dag á Alvogen-völlinn og töpuðu sannfærandi 4-1 í 18. umferð Pepsí-deildar karla. Kristján Guðmundsson þjálfari Eyjamanna sagði að þeir hefðu spilað illa og að KR hafi sýnt í dag að það væri hægt að taka þá í gegn.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

„Mér fannst liðið spila illa, í upphafi leiksins gáfum við KR færi á okkur og sýndum við merki um að hægt væri að taka okkur í gegn og KR gerðu það í dag. Við vorum alltof passívir og hefðum þurft að vera miklu grimmari."

KR-ingar fengu tvær vítaspyrnur og telur Kristján að fyrra vítið hafi verið rangt en hann sagði þó að liðið bjóði uppá það með að vera renna sér inni í teig.

„Mér sýnist nú fyrra vítið sé rangt en við bjóðum uppá það með að vera renna okkur inni í teig, við eigum ekki að vera gera þau mistök."

ÍBV er með 22 stig, 6 stigum frá fallsæti og Kristján sagði að liðið hefði borið það merki að þeir héldu að þeir væru öruggir í dag og að nú þyrftu þeir að gíra sig upp í síðustu 4 leiki deildarinnar.

„Við duttum í þennan doða sem fylgja þessum liðum sem ná 22 stigum og telja sig vera örugg í deildinni. Þá dettur fókusinn burt og það virtist gerast hjá okkur í dag. Nú þurfum við allir að lýta í eigin barm og laga það fyrir þessa fjóra leiki sem eftir eru.
Athugasemdir
banner