Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 13:47
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno Fernandes: Leikurinn snýst ekki um að skjóta í stöng
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes gerði sigurmark Manchester United gegn Brighton í dag úr vítaspyrnu á 100. mínútu.

Staðan var jöfn 2-2 eftir skrautlegan leik þar sem heimamenn í Brighton höfðu verið betri stærsta hluta leiksins.

Brighton gerði jöfnunarmark á 95. mínútu og sprettu gestirnir frá Manchester beint í sókn eftir markið og flautaði Chris Kavanagh dómari leikinn af eftir sóknina.

Nokkrum sekúndum síðar fékk hann tilkynningu frá VAR herberginu um að hann ætti að hlaupa að skjánum því hann hafði misst af atviki innan teigs, þegar boltinn fór í hendi Neal Maupay.

Kavanagh dæmdi réttilega vítaspyrnu sem Fernandes skoraði úr. Leikmenn Brighton kvörtuðu undan broti á Pascal Gross í aðdragandanum og einnig undan því að uppbótartíminn var löngu liðinn þegar vítaspyrnan var dæmd.

Brighton var betri aðilinn í leiknum og átti fimm skot í tréverkið en Bruno Fernandes var slakur í viðtali að leikslokum.

„Leikurinn snýst ekki um að skjóta í stöngina, heldur snýst hann um að skora mörk," sagði Fernandes.

„Við vorum ekki góðir í þessum leik og verðum að gera mikið betur næst. Þeir áttu líklega ekki skilið að tapa en stundum þarf maður smá heppni til að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner