Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 16:53
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Grindavík enn á lífi í toppbaráttunni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 3 - 1 Magni
1-0 Oddur Ingi Bjarnason ('25)
2-0 Sigurjón Rúnarsson ('38)
3-0 Oddur Ingi Bjarnason ('44)
3-1 Elias Alexander Tamburini ('86, sjálfsmark)

Grindavík tók á móti Magna í síðasta leik dagsins í Lengjudeild karla og komust heimamenn yfir í fyrri hálfleik eftir hræðilega hreinsun frá vörn Magna. Oddur Ingi Bjarnason skoraði með lágu og föstu skoti utan teigs.

Heimamenn léku með vindi í fyrri hálfleik og gáfu í eftir opnunarmarkið. Sigurjón Rúnarsson tvöfaldaði forystuna eftir hornspyrnu og skoraði Oddur Ingi sitt annað mark með skalla eftir fyrirgjöf frá Elias Tamburini.

Lítið gekk hjá botnliði Grenvíkinga í síðari hálfleik og minnkuðu þeir ekki muninn fyrr en á 86. mínútu þegar Elias Tamburini varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kjölfar hornspyrnu.

Meira var ekki skorað og mikilvægur sigur Grindavíkur staðreynd. Grindvíkingar eiga enn veika möguleika á að komast upp í efstu deild á nýjan leik þar sem þeir eru sjö stigum frá toppbaráttunni með leik til góða.

Magni er áfram þremur stigum frá öruggu sæti.

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner