Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Kavanagh hafi gert rétt með að leyfa vítaspyrnuna
Brighton-menn voru vægast sagt ósáttir.
Brighton-menn voru vægast sagt ósáttir.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann mjög svo dramatískan sigur gegn Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Brighton var miklu betri aðilinn í leiknum og þeir jöfnuðu í 2-2 á 95. mínútu þegar Solly March kom boltanum í netið.

Jöfnunarmarkið var gífurlega verðskuldað en gestirnir frá Manchester voru ekki hættir og fengu vítaspyrnu á 98. mínútu þegar boltinn fór í hendi Neal Maupay innan vítateigs. Harry Maguire skallaði boltann í höndina á Neal Maupay og vítaspyrna réttilega dæmd.

Vítaspyrnan var hins vegar dæmt eftir lokaflautið. Chris Kavanagh, dómari, fékk ábendingu frá VAR eftir að hann flautaði af og fór og skoðaði atvikið í skjá við hliðarlínuna. Eftir skoðun komst hann að þeirri niðurstöðu að um vítaspyrnu væri að ræða.

Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði af öryggi. Svo var flautað af í annað sinn.

Peter Walton, fyrrum úrvalsdeildardómari, segir í samtali við Metro að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá Kavanagh. „Ég hef ekki séð þetta áður, en það segir í knattspyrnulögunum að eina ástæða fyrir því að hægt sé að framlengja leiktímann eftir lokaflaut sé vegna vítaspyrnu."

„Chris Kavanagh flautaði af en atvikið gerðist rétt fyrir lokaflautið og vegna þess að það átti eftir að taka vítspyrnuna, þá varð dómarinn að gefa tíma svo hægt væri að taka hana."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner