Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 26. september 2021 11:00
Sverrir Örn Einarsson
Halldór Smári: Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég sé ekki alveg að átta mig á þessu ennþá. Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast en svo núna eftir KR leikinn og það var tækifæri á þessu þá fór kerfið bara í panikk. Ég er búinn að vera svo stressaður alla vikuna, búinn að borða illa, sofa illa en svo tókst þetta í dag og ég gæti ekki verið sáttari.“
Sagði Halldór Smári Sigurðsson oft nefndur Herra Víkingur eftir 2-0 sigur Víkinga á Leikni í gær sem batt endahnútinn á frábært tímabil Víkinga og tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Halldór hefur verið lengi í Víkinni og er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með vel yfir 300 leiki. Hann hefur farið með liðinu í gegnum djúpa öldudali en risið aftur upp með liðinu á ný. Þetta hlýtur að vera extra sætt fyrir hann.

„Síðan maður byrjaði í Víking 94 hefur verið bölvað flakk á liðinu. Liðið hefur ekki haldið sér lengur en tvö ár í deildinni frá því við urðum meistarar 91 þar til við fórum upp 2013 og þetta er bara algjört rugl að vera orðin Íslandsmeistari með Víking eftir allan þennan tíma.“

Halldór var því næst spurður um það hvernig það væri fyrir hann að spila með Kára og Sölva í hjarta varnarinnar og þau áhrif sem þeir hafa haft á leikmannahópinn.

„Eins og ég sagði í einhverju viðtali um daginn þá er ég allt í lagi hafsent í þessari deild. En þegar ég spila þá er ég með við hliðina á mér annars vegar Sölva Geir eða Kára Árnason. Þetta eru tveir af bestu hafsentum Íslandssögunar og þeir hafa gert þetta svo auðvelt fyrir mig. Þeir gera alla í kringum sig betri og þetta hefur gengið mjög vel og ég á þeim allt að þakka.“

Sagði Halldór Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner