Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 26. september 2021 11:00
Sverrir Örn Einarsson
Halldór Smári: Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég sé ekki alveg að átta mig á þessu ennþá. Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast en svo núna eftir KR leikinn og það var tækifæri á þessu þá fór kerfið bara í panikk. Ég er búinn að vera svo stressaður alla vikuna, búinn að borða illa, sofa illa en svo tókst þetta í dag og ég gæti ekki verið sáttari.“
Sagði Halldór Smári Sigurðsson oft nefndur Herra Víkingur eftir 2-0 sigur Víkinga á Leikni í gær sem batt endahnútinn á frábært tímabil Víkinga og tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Halldór hefur verið lengi í Víkinni og er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með vel yfir 300 leiki. Hann hefur farið með liðinu í gegnum djúpa öldudali en risið aftur upp með liðinu á ný. Þetta hlýtur að vera extra sætt fyrir hann.

„Síðan maður byrjaði í Víking 94 hefur verið bölvað flakk á liðinu. Liðið hefur ekki haldið sér lengur en tvö ár í deildinni frá því við urðum meistarar 91 þar til við fórum upp 2013 og þetta er bara algjört rugl að vera orðin Íslandsmeistari með Víking eftir allan þennan tíma.“

Halldór var því næst spurður um það hvernig það væri fyrir hann að spila með Kára og Sölva í hjarta varnarinnar og þau áhrif sem þeir hafa haft á leikmannahópinn.

„Eins og ég sagði í einhverju viðtali um daginn þá er ég allt í lagi hafsent í þessari deild. En þegar ég spila þá er ég með við hliðina á mér annars vegar Sölva Geir eða Kára Árnason. Þetta eru tveir af bestu hafsentum Íslandssögunar og þeir hafa gert þetta svo auðvelt fyrir mig. Þeir gera alla í kringum sig betri og þetta hefur gengið mjög vel og ég á þeim allt að þakka.“

Sagði Halldór Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner