Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
banner
   þri 26. september 2023 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Busquets svarar gagnrýni stuðningsmanna - „Við erum engin vélmenni“
Mynd: Getty Images
Sergio Busquets, miðjumaður Inter Miami í Bandaríkjunum, er óánægður við gagnrýni stuðningsmanna um Lionel Messi og miðaverðið á leiki liðsins.

Frá því Messi kom til Miami í júlí hefur miðaverð á leikjum rokið upp úr öllu valdi.

CNN greindi frá því að lægsta miðaverð væri í kringum 80 þúsund krónur en stuðningsmenn eru vonsviknir að þurfa að borga þetta verð þegar Messi er ekki að spila.

Argentínumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í síðustu leikjum og hefur Busquets nú svarað þessari gagnrýni stuðningsmanna.

„Við skiljum fólkið og erum mjög spenntir að fá það hingað, en við erum engin vélmenni eða maskínur. Við viljum spila hverja einustu mínútu, en þegar allt kemur til alls erum við að hugsa um hvað sé best fyrir félagið til lengri tíma. Þetta er leiðinlegt fyrir alla, ekki bara stuðningsmennina,“ sagði Busquets.
Athugasemdir
banner
banner
banner