Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. október 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög þægilegur dagur á skrifstofunni gegn Kýpur
Icelandair
Þægilegt hjá Íslandi.
Þægilegt hjá Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elísa átti sannkallaðan stórleik.
Elísa átti sannkallaðan stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 5 - 0 Kýpur
1-0 Dagný Brynjarsdóttir ('13 )
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('20 )
3-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('45 )
4-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('54 )
5-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('64 )
Lestu um leikinn

Ísland átti í engum vandræðum með slakt lið Kýpur í þriðja leik sínum í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta var skyldusigur fyrir Ísland og stóð liðið fyrir sínu, þó svo að þær hefðu getað skorað fleiri mörk.

Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir á 13. mínútu með skalla eftir frábæran undirbúning frá Amöndu Andradóttur - sem var að byrja sinn fyrsta A-landsleik - og Elísu Viðarsdóttur.

Sveindís Jane Jónsdóttir gerði þriðja mark Ísland þegar hún fór illa með varnarmenn Kýpur á 20. mínútu.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði mark sem var dæmt af. Dómurinn var mjög ódýr. Karólína lét það hins vegar ekki á sig fá og skoraði aftur áður en flautað var til hálfleiks. Í þetta skiptið var markið metið löglegt. „Guðný með fyrirgjöf, Elísa er fyrst á boltinn sem hrekkur svo fyrir Karólínu sem setur boltann snyrtilega í netið," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir þegar Karólína skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Sveindís Jane skoraði þriðja mark Íslands á 54. mínútu. Elísa lagði upp markið. Hún var stórkostleg í vinstri bakverðinum og lagði upp þrjú mörk.

Svo skoraði Alexandra Jóhannsdóttir fimmta markið eftir hornspyrnu frá Amöndu.

Fleiri voru mörkin ekki. Ísland stjórnaði leiknum frá A-Ö og var þetta mjög þægilegur dagur á skrifstofunni.

Ísland er komið upp í annað sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki. Holland er á toppnum með tíu stig. Þær hafa spilað leik meira en Ísland.

Sjá einnig:
Sjáðu mörkin: Ísland gerði þrjú í fyrri hálfleiknum



Athugasemdir
banner
banner
banner