Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. október 2021 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Ísland gerði þrjú í fyrri hálfleiknum
Icelandair
Ísland er 3-0 yfir í hálfleik.
Ísland er 3-0 yfir í hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er að leika sér að Kýpur í leik sem núna stendur yfir í undankeppni HM kvenna 2023.

Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir Íslandi.

Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Elísu Viðarsdóttur. „Amanda með frábæran undirbúning, snýr af sér varnarmann Kýpur og leggur hann út í hlaupaleiðina fyrir Elísu sem setur hann fyrir og Dagný stangar hann í markið. Glæsileg sókn," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í beinni textalýsingu þegar Dagný skoraði.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði annað markið. Hún fór illa með varnarmenn Kýpur og skoraði með föstu skoti. „Alexandra leggur boltann út til hægri á Sveindísi sem spólar fram hjá bakverði Kýpurs og smyr svo boltann upp í þaknetið, geggjuð afgreiðsla."

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði mark sem var dæmt af. Dómurinn var mjög ódýr. Karólína lét það hins vegar ekki á sig fá og skoraði aftur áður en flautað var til hálfleiks. Í þetta skiptið var markið metið löglegt.

„Guðný með fyrirgjöf, Elísa er fyrst á boltinn sem hrekkur svo fyrir Karólínu sem setur boltann snyrtilega í netið."

Öll þrjú mörkin má sjá hér að neðan. Seinni hálfleikurinn er framundan.




Athugasemdir
banner
banner
banner