Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Stórskemmtilegur leikur hjá Villarreal og Cadiz
Danjuma bjargaði stigi undir blálokin.
Danjuma bjargaði stigi undir blálokin.
Mynd: Getty Images
Inaki Williams var á skotskónum fyrir Athletic Bilbao.
Inaki Williams var á skotskónum fyrir Athletic Bilbao.
Mynd: EPA
Það var mikil dramatík þegar Villarreal fékk Cadiz í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Villarreal var mikið sigurstranglegri fyrir leikinn en varnarmenn heimamanna réðu ekkert við Anthony Lozano, sóknarmann Cadiz. Hann kom gestunum yfir á 14. mínútu.

Varnarmaðurinn Pau Torres jafnaði metin eftir hornspyrnu rétt fyrir hálfleik, en Cadiz svaraði strax - aftur var það Lozano og staðan 1-2 í hálfleik.

Lozano fullkomnaði þrennu sína snemma í seinni hálfleiknum og útlitið ekki gott fyrir Villarreal. Við skiptingar lifnaði aðeins yfir heimamönnum, en þeim tókst ekki að skapa sér mörg góð færi fyrr en á 80. mínútu þegar Boulaye Dia stýrði boltanum í netið eftir fyrirgjöf.

Villarreal náði ekki að fylgja markinu nægilega vel eftir og virtist sigurinn vera að lenda hjá Cadiz. Á síðustu stundu tókst Villarreal hins vegar að jafna og var það Arnaut Danjuma sem skoraði af miklu harðfylgi.

Nokkrum sekúndum síðar flautaði dómarinn til leiksloka, lokatölur 3-3 í þessum skemmtilega leik. Villarreal er í 12. sæti með 12 stig og Cadiz er í 17. sæti með átta stig.

Alaves lagði Elche og þá skildu Espanyol og Athletic Bilbao jöfn. Bilbao er í sjöunda sæti, Espanyol í tíunda, Elche í 15. sæti og Alaves í 16. sæti.

Alaves 1 - 0 Elche
1-0 Mamadou Loum ('47 )

Espanyol 1 - 1 Athletic
1-0 Raul De Tomas ('33 , víti)
1-1 Inaki Williams ('52 )
Rautt spjald: Raul De Tomas, Espanyol ('90)

Villarreal 3 - 3 Cadiz
0-1 Anthony Lozano ('14 )
1-1 Pau Torres ('43 )
1-2 Anthony Lozano ('45 )
1-3 Anthony Lozano ('52 )
2-3 Boulaye Dia ('80 )
3-3 Arnaut Danjuma ('90 )
Athugasemdir
banner
banner