Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2022 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Conte brjálaðist og var rekinn af velli - Átti markið að standa?
Antonio Conte var skiljanlega brjálaður eftir að markið var dæmt af
Antonio Conte var skiljanlega brjálaður eftir að markið var dæmt af
Mynd: EPA
Dramatíkin var svo sannarlega til staðar í Lundúnum er Tottenham og Sporting skildu jöfn en Danny Makkelie og dómarateymi hans tóku ansi stóra ákvörðun seint í uppbótartíma með því að dæma mark Harry Kane ógilt.

Ivan Perisic átti fyrirgjöf inn í teiginn sem Emerson Royal skallaði niður og í átt að Kane. Boltinn hafði viðkomu af varnarmanni áður en boltinn barst til Kane og þaðan í netið.

VAR skoðaði atvikið vel og vandlega og komst að þeirri niðurstöðu að dæma markið af. Þar snýst þetta um hvort varnarmaður hafi snert boltann viljandi eða óviljandi.

Regluverkið er orðið ansi flókið en leikmenn Tottenham voru eðlilega svekktir eftir að markið var dæmt af.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, var meira en svekktur og reifst heiftarlega við dómarateymið sem varð til þess að hann fékk rauða spjaldið og er nú á leið í bann.

Hægt er að sjá mynd af rangstöðunni hér fyrir neðan en dæmi nú hver fyrir sig.


Athugasemdir
banner
banner