PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   lau 26. október 2024 17:02
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Það verða einhverjar breytingar en ég reikna ekki með mörgum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við spilum bara fínan fyrri hálfleik, 2-0 yfir og mér fannst við betri. Ég hefði villjað að við værum aðeins skarpari á nokkrum augnablikum en bara flottur fyrri hálfleikur. Svo finnst mér við of passívir fyrstu 20 í seinni hálfleik og mér fannst við ekki ná að komast út úr því fyrr en við skorum úr skyndisókn. Þá fannst mér leikurinn bara deyja og þetta var nokkuð öruggt eftir það." Sagði Hallgrímur Jónasson þjáfari KA eftir að liðið hans vann Fram 4-1 í dag, í loka leik liðsins á tímabilinu.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 KA

Þessi sigur tryggði KA 7. sætið sem hefur einnig verið titlað sem Forsetabikars sætið. KA hefur þá þannig séð unnið 3 bikara á árinu, en það er Mjólkurbikarinn, Forsetabikarinn og Kjarnafæðismótið.

„Við reynum bara að gera okkar besta í hverri keppni. Við höfum unnuð Kjarnafæðismótið undandfarin ár og héldum því áfram. Við unnum bikarinn sem er æðislegt og stórt augnablik fyrir KA að gera það í fyrsta skiptið. Síðan endum við í neðri helming og þá er ekkert annað í boði en að vinna hann og við gerðum það. Við í KA erum mjög ánægðir með þetta tímabil."

KA mun vera í Evrópukeppni á næsta tímabili og því eru góðar líkur á því að þeir muni reyna að stækka hópinn sinn á leikmannamarkaðnum.

„Það verða pottþétt einhverjar breytingar en ég veit ekki hvort þær verði margar. Eina sem ég get sagt er að Jajalo er að flytja erlendis og mun stoppa hjá okkur. Það verða einhverjar breytingar en ég reikna ekki með mörgum."

2. flokkur KA varð Íslandsmeistari á þessu tímabili og ungu KA strákarnir hafa aðeins fengið að spreyta sig með aðalliðinu eftir skiptinguna. Það verður spennandi að fylgjast með þessari kynslóð sem er að koma upp hjá KA.

„Vonandi (sjáum við meira af þeim á næsta tímabili). Það er undir þeim komið. Þú þarft að leggja á þig og reyna að komast ofar í goggunarröðina og það er bara hörð vinna. Þegar það koma svona tækifæri, þá gefum við ungum gaurum sénsana. En á einhverjum tímapunkti þurfa þeir bara að vera nógu góðir þannig ég þarf ekki að gefa þeim sénsa. Við gátum gefið nokkrum strákum tækifærið. Dagbjartur Búi, Snorri og Jóhann spiluðu allir sína fyrstu leiki í efstu deild. Valdimar og Mikael hafa gert það áður þannig ég er bara mjög ánægður með þá, þetta eru efnilegir strákar. En það er mikil vinna framundan hjá þeim til að koma sér á þann stað að vera tilbúnir í alvöru slag í úrvalsdeild."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner