Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 26. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sarri um leikstílinn: Ég var kallaður talíbani
Maurizio Sarri var kallaður talíbaní vegna leikstílsins sem hann lét lið sín spila
Maurizio Sarri var kallaður talíbaní vegna leikstílsins sem hann lét lið sín spila
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Maurizio Sarri var oft harðlega gagnrýndur fyrir leikstílinn sem hann hefur þróað með þeim liðum sem hann hefur þjálfað en hann hefur þurft að breyta aðeins til hjá Juventus.

Leikstíll Sarri hefur oft verið kallaður „Sarri-ball" en hann er afar sóknarþenkjandi og fengu stuðningsmenn Napoli að kynnast því frá 2015 til 2018.

Liðið endaði þrisvar í 2. sæti ítölsku deildarinnar og tók hann leikstílinn með sér til Chelsea. Hann hefur hins vegar þurft að aðlagast öðruvísi leikstíl hjá Juventus. Liðið er enn taplaust í Seríu A en liðið hefur unnið ellefu leiki og gert tvö jafntefli.

„Ég var skilgreindur sem talíbani vegna þess að ég vildi alltaf spila minn leikstíl og nú er það ekki nógu gott fyrir þá því ég þarf að aðlagast að þessum ólíku karakterum sem ég er með í leikmönnunum mínum," sagði Sarri fyrir leikinn gegn Atlético Madríd.

„Ef ég hefði hlustað eða lesið á allt sem hefur verið sagt um Juventus þá yrði ég geðveikur. Ég vinn bara mína vinnu. Ég vil auðvitað halda sem mestu jafnvægi á liðinu og með ákveðið viðhorf í huga en maður verður að taka það inn í myndina þessa ólíku karaktera," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner