Jorge Mendes, umboðsmaður Adama Traore, hefur boðið nokkrum stórum félögum í Seríu A að fá spænska kantmanninn í janúar en þetta kemur fram í Mirror.
Traore, sem er 26 ára gamall, hefur spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk fyrir Wolves á þessu tímabili.
Spænski leikmaðurinn verður samningslaus á næsta ári en hann er með nýtt samningstilboð í höndunum frá Wolves.
Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um framtíð sína og greinir SportWitness nú frá því að Traore gæti verið á leið í Seríu í janúar.
Jorge Mendes, umboðsmaður Traore, er sagður hafa boðið Juventus, Napoli og Milan að fá leikmanninn í janúar en öll hafa mikinn áhuga á að fá meiri breidd fyrir seinni hluta tímabilsins.
Traore eyddi síðustu leiktíð á láni hjá uppeldisfélagi sínu, Barcelona, en félagið ákvað að nýta ekki kaupréttinn á honum og snéri hann því aftur til Wolves.
Julen Lopetegui, nýr stjóri Wolves, er mikill aðdáandi Traore og vill ólmur halda honum en líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar.
Athugasemdir