Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Advocaat að taka við Ado den Haag
Dick Advocaat
Dick Advocaat
Mynd: EPA
Hollenski þjálfarinn Dick Advocaat er að snúa aftur í þjálfun eftir stutt hlé en hann er að taka við Ado den Haag sem spilar í næst efstu deild í Hollandi.

Advocaat er einn af reyndustu þjálfurum Hollands en hann þjálfaði síðast landslið Írak.

Hann hefur einnig þjálfað PSV, Feyenoord, Borussia Monchengladbach, Sunderland, AZ, Zenit og Rangers svo einhver lið séu nefnd ásamt því að þjálfa landslið Írak, Hollands, Belgíu, Suður-Kóreu, Serbíu, Rússland og sameinuðu furstaríkin.

Advocaat mun snúa aftur í þjálfun á næstu dögum en hollenska B-deildarliðið Ado den Haag bauð honum samning í gær og er búist við því að hann samþykki tilboðið.

Ado den Haag er í 17. sæti B-deildarinnar með 16 stig en liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki á öllu tímabilinu. Það er spurning hvort honum takist að snúa gengi liðsins við.
Athugasemdir
banner
banner
banner