Valur hefur boðið í Kára Kristjánsson leikmann Þróttar, tilboð frá Hlíðarendafélaginu liggur á borði Þróttara. Þetta staðfestir Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudieildar Þróttar, í samtal við Fótbolta.net. Tilboðið er ekki það fyrsta sem borist hefur frá Val í leikmanninn.
Fyrst var sagt frá tilboði frá Val í Kára í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið í gær. Þar var einnig sagt frá því að ÍA hafi reynt að krækja í leikmanninn. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa fleiri félög sýnt áhuga en það ekki farið lengra, í bili hið minnsta.
Fyrst var sagt frá tilboði frá Val í Kára í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið í gær. Þar var einnig sagt frá því að ÍA hafi reynt að krækja í leikmanninn. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa fleiri félög sýnt áhuga en það ekki farið lengra, í bili hið minnsta.
„Við skoðum þessi tilboð og svo eiga sér stað samtöl milli félaganna. Það er ekki lengra komið í augnablikinu. Þetta fer fram og til baka, þeir vilja borga lítið og við viljum fá mikið, er þetta ekki alltaf þannig?" segir formaðurinn.
Finnst þér líklegra en ekki að Kári verði ekki leikmaður Þróttar á næsta tímabili?
„Við höfum mikinn áhuga á að halda öllum okkar mönnum, honum líka. Hvort það verði hægt er annað mál," segir Kristján sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um viðræðurnar.
Hann er faðir Kára og hefur látið viðræðurnar í hendur framkvæmdastjórans Jóns Hafsteins Jóhannssonar.
Kári átti frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar, var valinn í lið ársins fyrir frammistöðu sína. Hann er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem skoraði ellefu mörk í 21 leik í sumar eftir að hafa skorað eitt mark í deildinni 2023.
Athugasemdir