Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 21:45
Snæbjört Pálsdóttir
Logi mætir Blikum á morgun: Engin sérstök leynitrix
Logi Tómasson leikur með Samsunspor í Tyrklandi
Logi Tómasson leikur með Samsunspor í Tyrklandi
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

Stórleikur verður á Laugardalsvelli á morgun þegar Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor í 4. umferð  deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. 

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson er einn af leikmönnum Samsunspor, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn og ræddi við blaðamann fotbolti.net að honum loknum. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0

Hvernig er að vera komi til Íslands og spila leikinn á morgunn?

„Bara góð tilfinning og bara allt jafn gaman að koma heim og verður bara gaman að spila á móti Breiðablik aftur eftir nokkur ár. Skrítinn leikur þannig séð fyrir mig en bara spenntur, spila minn leik.“

Ertu búinn að ná þér eftir vonbrigðin með landsliðinu?

„Jájá þetta var erfitt og ég var veikur sjálfur í fjóra, fimm daga í þessu verkefni, þannig þetta var svolítil vonbrigði fyrir mig, þetta verkefni náttúrlega og svo fyrir okkur alla að hafa ekki komist áfram. Þetta var súrt en síðan mætir maður út, til Tyrklands og mætir Besiktas og nær jafntefli þar. Þá er maður aðeins betri en þetta var súrt í Póllandi á móti Úkraínu.“

Hvernig líður þér að vera kominn á Laugardalsvöllinn en þú ert ekki í „heimaliðinu,“ í tyrkneskri treyju?

„Það er alveg smá skrítið en maður mun kannski syncast betur á morgun en annars er þetta bara að tríta þetta eins og hvern annan leik. Þetta verður sérstakt en bara gaman fyrir mig.“

Þú þekkir Breiðabliksliðið og íslenskan fótbolta út og inn hvað hefur þú getað sagt þjálfaranum? Einhver leynitrix?

„Nei engin leynitrix bara ég veit að þeir munu mæta trylltir til leiks, munu berjast og þeir eru með gæði inn í liðinu sem ég þekki betur en annars engin sérstök leynitrix sem ég er með. Ég veit við hverju má búast á morgun.“

Hvernig er lífið svona almennt í Tyrklandi?

„Það er bara mjög fínt. Spila alla leiki og allar mínútur nánast, bara 90 mínútur eiginlega alla leiki. Þannig það er ekki yfir neinu að kvarta. Ég er með flotta íbúð í Samsun. Mjög mikið af ferðalögum upp á síðkastið sem tekur aðeins á skrokkinn og hausinn en þetta er bara heiður að vera í þessari stöðu og maður getur ekki kvartað að spila alla leiki og vera upplifa drauminn.“

 Kemur til þeirra í sumar, stuttur tími kannski en finnst þér þú hafa þróað leik þinn ennþá betur með þessu liði?

„Já það mætti alveg segja það, ég er bara einmitt búinn að vera í nokkra mánuði en maður er búinn að læra mikið bæði af leikmönnum og þjálfurunum. Þetta er líka bara allt svo mikið stærra þarna úti. Að mæta stórum nöfnum í þessum liðum líka, maður hefur ekki gert það áður, kannski með landsliðinu eitthvað aðeins en já maður er búinn að bæta sig á einhvern hátt og kominn í betra form. Búinn að læra aðeins betur á leikinn myndi ég segja.“


Athugasemdir
banner