Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 27. janúar 2021 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Wilder: Kem þeim aftur niður á jörðina á morgun
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, var himinlifandi með frammistöðu sinna drengja gegn Manchester United á Old Trafford á þessu miðvikudagskvöldi.

Sheffield United hafa verið hörmulegir á tímabilinu til þessa og höfðu aðeins náð í fimm stig í 19 leikjum fyrir leikinn í kvöld. Þeir mættu hins vegar á Old Trafford og börðust eins og ljón. Þeim tókst að vinna leikin 2-1.

„Við höfum ekki átt mörg goð augnablik á tímabilinu. Leikmennirnir eru að fagna vel inni og þeir eiga allan rétt á því. Þetta hefur verið erfitt tímabil en ég kem þeim aftur niður á jörðina á morgun. Þetta eru frábær úrslit og ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd leikmannana," sagði Wilder eftir leikinn.

„Við höfum lengi beðið eftir sigri á Old Trafford og þetta eru sérstök úrslit, og sérstök frammistaða."

Phil Jagielka var frábær í vörn Sheffield United. „Hann hélt þessu saman. Hann fær að heyra það fyrir að leyfa Harry Maguire að skora en hann hélt þessu öllu saman."

„Við eigum að vera með fleiri stig en við verðum að byggja ofan á þetta."
Athugasemdir
banner
banner