Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 27. janúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool að fá efnilegan leikmann sem hreif Rooney
Mynd: Getty Images
Liverpool er að nálgast kaup á Kaide Gordon, ungum leikmanni Derby County, samkvæmt fjölmiðlum á Englandi.

Gordon er aðeins 16 ára gamall en talið er að kaupverðið á honum sé um 3 milljónir punda. Hann mun fara í unglingalið Liverpool og þróa leik sinn þar.

Manchester United hafði einnig áhuga á honum samkvæmt fréttum Sky Sports en Liverpool er að vinna kapplaupið um Gordon, sem er framherji.

Gordon spilaði sinn fyrsta keppnisleik með Derby gegn Birmingham í Championship-deildinni - næst efstu deild Englands - í síðasta mánuði. Wayne Rooney, þjálfari Derby, kom Gordon upp í aðalliðið og var hrikalega hrifinn af honum á æfingum.

„Ég setti Kai upp í aðalliðið til að æfa með okkur í eina viku og hann var með bestu leikmönnunum á æfingum. Hann hélt áfram að æfa með okkur og hélt áfram að gera vel," sagði Rooney um leikmanninn efnilega.


Athugasemdir
banner
banner
banner