Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 27. janúar 2021 23:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tíminn til að standa upp og sýna úr hverju við erum gerðir"
„Þetta var ekki nægilega gott, við spiluðum ekki eins vel og við höfum verið að gera síðustu vikur," sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir tap gegn Sheffield United í kvöld.

„Við gáfum þeim tvö mörk en núna er tíminn til að standa upp og sýna úr hverju við erum gerðir. Þetta er auðvelt þegar þú vinnur leiki en þegar þú tapar þá snýst þetta um að vera fljótur að koma til baka."

„Við vorum með fulla stjórn á leiknum til að byrja með. Við gerðum okkur erfitt fyrir, komumst aftur inn í leikinn og þú mátt ekki tapa í þeirri stöðu."

„Við vorum ekki nægilega góðir í kvöld og við búumst við meiru frá sjálfum okkur," sagði Maguire sem skoraði mark United í leiknum í kvöld.
Athugasemdir