Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Dortmund - þar sem hann spilar með varaliði félagsins (Dortmund II), er á leið í aðgerð á liðþófa.
Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Kolbeins, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Kolbeins, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Kolbeinn lék ekki með Dortmund II í gær og ástæðan er hnémeiðsli.
Kolbeinn er 22 ára gamall og gekk í raðir Dortmund frá Brentford sumarið 2019.
Kolbeinn verður frá í um það bil fimm vikur. Hann lék stórt hlutverk í U21 árs landsliðinu sem spilaði í lokakeppni EM á síðasta ári.
Athugasemdir