Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fös 27. janúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hengdu Vinicius niður af brú: Madríd hatar Real
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Real Madrid sló Atletico Madrid úr leik í 8-liða úrslitum spænska Konungsbikarsins í gær og gerði Vinicius Junior síðasta mark leiksins í uppbótartíma framlengingarinnar.


Lokatölur urðu 3-1 fyrir Real Madrid eftir framlengda viðureign og fagnaði Vinicius markinu sínu með hefðbundnum dansi.

Dansarnir hans Vinicius voru mikið í umræðunni fyrr á tímabilinu en kynþáttafordómar í hans garð hafa verið þónokkrir undanfarin misseri, sérstaklega frá rasískum minnihluta stuðningsmanna Atletico Madrid.

Fyrir bikarleikinn í gærkvöldi tók hópur stuðningsmanna Atletico Madrid uppá því að búa til brúðu af Vinicius og hengja hana niður af brú í höfuðborginni með stórum borða við hliðina: Madríd hatar Real eru skilaboðin á borðanum.

Þetta líkneski af Vinicius var hengt að nóttu til og hafa stjórnarmenn La Liga og Atletico Madrid fordæmt hegðunina.

„Þetta er ógeðsleg hegðun sem færir mikla skömm á okkar samfélag. Við fordæmum þessa hegðun með öllu. Það er mikill rígur á milli þessara félaga en það verður alltaf að ríkja gagnkvæm virðing," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Atletico.

Stjórnendur La Liga, efstu deildar spænska boltans, eru í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld í Madríd til að komast til botns í þessu máli og mega þeir seku búast við hörðum refsiaðgerðum.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner