Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Disasi nær samkomulagi við Aston Villa
Franski varnarmaðurinn Axel Disasi hefur náð persónulegu samkomulagi við Aston Villa.

Það er núna undir Villa og Chelsea komið að ná saman til þess að félagaskipti gangi í gegn.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu en hann hefur einnig fjallað um að Villa sé að reyna að fá argentínska varnarmanninn Juan Foyth frá Villarreal á Spáni.

Disasi er 26 ára miðvörður sem getur einnig spilað í hægri bakverði. Hann hefur aðeins spilað sex úrvalsdeildarleiki fyrir Chelsea á tímabilinu.

Disasi, sem var fenginn til Chelsea fyrir síðasta tímabil, hefur einnig verið orðaður við Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner