lau 27. febrúar 2021 19:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Örvar skoraði í öðrum leiknum í röð
Häcken í góðri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Örvar Stefánsson var á skotskónum í öðrum leiknum í röð með liði sínu St. Andrews í næstefstu deild á Möltu. Gunnar er þar að láni frá KA.

Hann spilaði fyrstu 65 mínúturnar í dag. St. Andrews á bikarleik á þriðjudag og ætla má að GÖ hafi verið tekin af velli til að hvíla fyrir þann leik.

Gunnar skoraði gegn Pieta Hotspurs um síðustu helgi og í dag skoraði hann í 0-3 útisigri gegn Qormi. St. Andrews er í baráttunni í neðri hluta deildarinnar en leikurinn í dag var gegn botnliðinu.

Í sænska bikarnum áttum við Íslendingar einn fulltrúa í dag. Oskar Tor Sverrisson var í byrjunarliði Häcken sem öruggan 0-3 útisigur á Gauthiod. Häcken er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Valgeir Lunddal Friðriksson meiddist í fyrsta leik Häcken og lék ekki með í dag.

Qormi 0 - 3 St. Andrews

Gauthiod 0 - 3 Häcken
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner