Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. febrúar 2021 17:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið - „Þetta er alveg gjörsamlega til skammar þetta bull"
Mynd: Getty Images
Í dag lá Brighton gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni, Brighton klikkaði á tveimur vítaspyrnum í leiknum og skoraði þá mark úr aukaspyrnu sem dæmt var af. Fyrst var það dæmt af af dómara leiksins og svo af VAR. Mikil reykistefna var í kringum markið sem Lewis Dunk skoraði á 29. mínútu.

Kyle Bartley skoraði á 11. mínútu það sem reyndist vera sigurmark leiksins.

„Þetta er alveg gjörsamlega til skammar þetta bull," sagði Jeff Stelling á Sky Sports um atburðina í kringum mark Lewis Dunk. Stelling er þáttarstjórnandi Soccer Saturday. „Hann er að tala við þá eins og skólameistari, guð minn góður. Þetta er algjörlega galið Lee Mason, hvað hefuru gert?"

Smelltu hér til að sjá „markið"

Til útskýringar var sett inn færsla á @premierleague, reikning ensku úrvalsdeildarinnar á Twitter. Þar stóð að Lee Mason hefði flautað í flautu sína áður en boltinn fór í netið eftir að aukaspyrnan var tekin.
Athugasemdir
banner
banner
banner