Árni Vilhjálmsson fer frábærlega af stað með Zalgiris Vilnius í Litháen en hann hjálpaði liði sínu að vinna Ofurbikarinn með því að vinna Kauno Zalgiris, 2-1, í gær.
Blikinn skrifaði undir hjá Zalgiris á dögunum eftir að hafa yfirgefið franska félagið Rodez.
Árni byrjaði á bekknum í Ofurbikarnum í gær en kom inná á 83. mínútu leiksins.
Tæpum sex mínútum síðar kom hann liðinu í forystu með góðu marki. Kauno jafnaði metin seint í uppbótartíma og því þurfti vítakeppni til að útkljá málin.
Árni var fyrstur á punktinn hjá Zalgiris og skoraði. Andstæðingurinn klikkaði á þremur vítaspyrnum og hafði því Zalgiris betur.
Ágætis byrjun hjá Árna sem er strax kominn með bikar í hendurnar. Markið má sjá hér fyrir neðan, en hann hefur nú skorað í sjö löndum á ferli sínum.
???? Byrjaður að skora í Litháen og því búinn að skora samtals í 7?? löndum
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 26, 2023
???????? ????????????????????????????????????????????????
???? Árni Vilhjálmsson (f.1994)
???????? Zalgiris Vilnius
???? FK Kauno Zalgiris
????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/VI6YbJzutR
Athugasemdir