Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 07:42
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill vann bikar í fyrsta leik - Skoraði sex mínútum eftir að hann kom inná
Árni Vilhjálmsson er Ofurbikarmeistari
Árni Vilhjálmsson er Ofurbikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson fer frábærlega af stað með Zalgiris Vilnius í Litháen en hann hjálpaði liði sínu að vinna Ofurbikarinn með því að vinna Kauno Zalgiris, 2-1, í gær.

Blikinn skrifaði undir hjá Zalgiris á dögunum eftir að hafa yfirgefið franska félagið Rodez.

Árni byrjaði á bekknum í Ofurbikarnum í gær en kom inná á 83. mínútu leiksins.

Tæpum sex mínútum síðar kom hann liðinu í forystu með góðu marki. Kauno jafnaði metin seint í uppbótartíma og því þurfti vítakeppni til að útkljá málin.

Árni var fyrstur á punktinn hjá Zalgiris og skoraði. Andstæðingurinn klikkaði á þremur vítaspyrnum og hafði því Zalgiris betur.

Ágætis byrjun hjá Árna sem er strax kominn með bikar í hendurnar. Markið má sjá hér fyrir neðan, en hann hefur nú skorað í sjö löndum á ferli sínum.


Athugasemdir
banner