
FIFPro lið ársins í kvennaflokki hefur verið tilkynnt á verðlaunaafhendingu FIFA sem er í gangi þessa stundina.
Þar má finna fjórar landsliðskonur Englendinga sem unnu EM í fyrra en það vekur athygli að Mary Earps, sem hlaut fyrr í kvöld verðlaun sem besti markvörður ársins 2022, er ekki í liðinu.
Christiane Endler, markvörður Lyon og þýska landsliðsins sem var valin besti markvörður heims í fyrra, er á milli stanga draumaliðsins í ár.
Lucy Bronze, Leah Williamson, Keira Walsh og Beth Mead eru ensku landsliðskonurnar sem komast í lið ársins, en þar má einnig finna leikmenn á borð við Wendie Renard, Sam Kerr og Lena Oberdorf.
Markvörður: Christiane Endler
Varnarmenn: Lucy Bronze, Leah Williamson, Wendie Renard, Maria Leon
Miðjumenn: Keira Walsh, Alexia Putellas, Lena Oberdorf
Sóknarmenn: Alex Morgan, Sam Kerr, Beth Mead
????? This is the 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11.
— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023
?? Where legends are made.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/M26X6sgabn