Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. febrúar 2023 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland og Benzema báðir í draumaliði ársins
Sex af ellefu voru mættir á athöfnina í París.
Sex af ellefu voru mættir á athöfnina í París.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Draumalið ársins 2022 í karlaflokki hefur verið staðfest. FIFPro velur gríðarlega sóknarsinnað lið þar sem pláss er fyrir Kylian Mbappe, Lionel Messi, Karim Benzema og Erling Braut Haaland meðal annars.


Real Madrid er atkvæðamesta félagsliðið með fjóra fulltrúa og kemur Paris Saint-Germain næst með þrjá. Manchester City á svo tvo fulltrúa og er síðasti fulltrúinn Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool.

Þrír leikmenn hafa þó skipt um félög, Casemiro er kominn til Manchester United, Joao Cancelo er farinn til FC Bayern á lánssamningi og Haaland til Man City. Það er ekkert pláss fyrir Neymar eða Robert Lewandowski í liðinu.

Það vekur athygli að Lionel Messi er eini leikmaður argentínska landsliðsins sem kemst í draumaliðið, þó að Emiliano Martinez hafi verið valinn markvörður ársins.

Markvörður: Thibaut Courtois

Varnarmenn: Achraf Hakimi, Joao Cancelo, Virgil van Dijk

Miðjumenn: Kevin De Bruyne, Luka Modric, Casemiro

Sóknarmenn: Kylian Mbappe, Karim Benzema, Erling Haaland, Lionel Messi


Athugasemdir
banner