Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 27. febrúar 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Oleksy verðlaunaður fyrir flottasta mark ársins
Mynd: EPA

Verðlaunaafhendingu FIFA er lokið fyrir besta fótboltafólk ársins 2022. Meðal verðlauna var flokkurinn besta mark ársins, Puskas verðlaunin.


Það skoraði Marcin Oleksy í leik Warta Poznan gegn Stal Rzeszow í Póllandi.

Oleksy skoraði markið með stórglæsilegri klippu en það sem gerir þetta afrek merkilegra er að það vantaði annan fótlegginn á leikmanninn.

Oleksy keppir með fótboltaliði þar sem vantar einn fótlegg á alla útispilandi leikmenn á meðan markvörðurinn er aðeins með einn handlegg.

Richarlison og Dimitri Payet komu einnig til greina fyrir Puskas verðlaunin eftir að hafa skorað gullfalleg mörk en hvorugt þeirra jafnast á við magnaða klippu Oleksy.

Þá fékk Luka Locoshvili háttvísisverðlaun FIFA fyrir að bjarga lífi andstæðings sins í miðjum fótboltaleik. Georg Teigl, leikmaður Austria Vín, lá meðvitundarlaus í jörðinni eftir samstuð og var búinn að gleypa tunguna. Locoshvili var fljótur að átta sig á aðstæðum og tók bjargaði kollega sínum.

Oleksy er fyrsti fótboltamaðurinn sem notast við gervilim í daglegu lífi til að hljóta samskonar verðlaun frá FIFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner