Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 27. febrúar 2023 21:26
Hafliði Breiðfjörð
Pétur Theódór á leið í Gróttu
Pétur Theódór fagnar Íslandsmeistaratitli með Breiðabliki í haust.
Pétur Theódór fagnar Íslandsmeistaratitli með Breiðabliki í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Pétur Theódór Árnason er að ganga í raðir Gróttu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks en samkvæmt heimildum Fótbolta.net kvaddi hann leikmenn Kópavogsliðsins í dag.


Framherjinn verður lánaður til uppeldisfélagsins en Blikar eru með mjög breiðan hóp leikmanna.

Pétur Theódór gekk í raðir Breiðabliks frá Gróttu í lok tímabilsins 2021 en sleit krossband í hné á æfingu 1. nóvember sama ár og náði aðeins einum leik með liðinu á síðustu leiktíð, þegar hann kom inná í lokin gegn Val í 2 - 5 sigri 22. október.

Hann reif svo liðþófa í hné síðastliðinn nóvember en hefur verið að ná sér af þeim meiðslum.

Pétur Theódór sem er 27 ára gamall skoraði 23 mörk í 21 leik með Gróttu í Lengjudeildinni sumarið 2021 auk þriggja bikarmarka.


Athugasemdir
banner
banner