Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Scaloni og Wiegman þjálfarar ársins
Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu.
Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu.
Mynd: EPA

Árleg verðlaunaafhending FIFA er í gangi þessa stundina þar sem besta fótboltafólk heims er verðlaunað fyrir árangur sinn í íþróttinni síðasta árið.


Bestu þjálfarar ársins hafa verið kynntir og eru það landsliðsþjálfarar karlaliðs Argentínu og kvennaliðs Englands, sem unnu HM og EM í fyrra.

Hinn 44 ára gamli Lionel Scaloni fær nafnbótina þjálfari ársins í karlaflokki og hin hollenska, 53 ára, Sarina Wiegman í kvennaflokki.

Scaloni hafði betur gegn Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, og Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, á meðan Wiegman var valin best framyfir Sonia Bompastor hjá Lyon og Pia Sundhage hjá Brasilíu.

Þá vann Argentína stuðningsmannaverðlaun FIFA fyrir stemninguna sem fylgdi þeim í Katar.


Athugasemdir