Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umsóknarfrestur í starf framkvæmdastjóra KSÍ rennur út í dag
Klara er að stíga til hliðar.
Klara er að stíga til hliðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ um síðustu helgi.
Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auglýst var eftir umsóknum í starf framkvæmdastjóra KSÍ á dögunum en umsóknarfrestur rennur út í dag.

Klara Bjartmarz er að stíga til hliðar eftir hafa starfað lengi hjá sambandinu.

Framkvæmdastjóri KSÍ annast daglegan rekstur sambandsins, undirbúning verkefna og áætlanagerð og er yfirmaður starfsmanna sem ráðnir eru til KSÍ. Framkvæmdastjórinn framfylgir stefnu stjórnar KSÍ, skal uppfylla sömu hæfisskilyrði og stjórnarmenn, og skal haga störfum sínum í samræmi við ákvæði laga og reglugerða er varða starfsemi knattspyrnusambandsins.

Menntun – Hæfi – Reynsla
*Þekking á íslenskri knattspyrnu.
*Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
*Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, geta til að vinna undir álagi.
*Leiðtogahæfileikar, reynsla af rekstri og stjórnun (mannaforráð) og hæfni í mannlegum samskiptum.
*Góð tölvukunnátta og þekking á helsta hugbúnaði.
*Góð tungumálakunnátta.

Umsóknir sendist á [email protected].

Fullt af hæfileikaríku fólki sem mun sækja um
Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ um síðustu helgi en hann ræddi við Fótbolta.net eftir kjörið. Var hann meðal annars spurður út í stöðu framkvæmdastjóra. Sagði hann þá:

„Það er búið að auglýsa það og það er fullt af hæfileikaríku fólki sem mun sækja um. Þetta er mikið starf og ég tala nú ekki um að þú ert að fylla í skarð konu sem er búin að vera ansi lengi þarna og er með mikla þekkingu og kunnáttu. Við þurfum að hafa Klöru innan handar næstu vikurnar og það er gott."

Þorvaldur var spurður að því hvort að hann vildi að næsti framkvæmdastjóri kæmi innan úr fótboltahreyfingunni. „Ég held að það sé alltaf gott að hann hafi reynslu úr hreyfingunni. Ég held að það segi sig sjálft. Alveg sama hvernig reynsla það er. Það er gott að hafa reynslu, þekkingu og tengingar."
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Athugasemdir
banner
banner