Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
banner
   fim 27. mars 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Gerir fimm ára samning þó hann sé ekki í myndinni hjá Flick
Mynd: EPA
Ansu Fati, leikmaður Barcelona, er við það að framlengja samning sinn við félagið til 2030 en þetta segir spænski miðillinn Sport.

Þessar fréttir kunna að hljóma fremur undarlegar í ljósi þess að Fati er alls ekki hluti af framtíðarplönum Hansi Flick.

Fati, sem er 22 ára gamall, var eitt sinn talinn vera arftaki Lionel Messi hjá félaginu en það hefur komið á daginn að hann sé ekki verðugur til að taka við keflinu.

Hann hefur ekki verið í hópnum hjá Barcelona á þessu ári og mikið verið talað um sölu í sumar.

Sport segir að Barcelona ætli fyrst að framlengja samning hans til næstu fimm ára og svo reyna að selja hann fyrir sanngjarna upphæð í sumarglugganum.

Ástæðan fyrir framlengingunni er sú að Fati er sem stendur að þéna um 13-14 milljónir evra í árslaun en það vill lækka hann í launum og geta þá dreift launagreiðslunum yfir nýtt fimm ára tímabil.

Þetta myndi gefa Börsungum meira svigrúm til að bæta við hópinn í sumar.

Fati hefur sjálfur engan áhuga á að fara frá Barcelona og er áhuginn á honum takmarkaður. Í augnablikinu er lánsdvöl líklegasti kosturinn í stöðunni.
Athugasemdir
banner
banner