Það vakti athygli á þriðjudag að Ívar Örn Árnason bar fyrirliðabandið hjá KA þegar liðið tók á móti Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins. Í viðtali eftir leik staðfesti Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að Ívar væri fyrirliði liðsins.
Ívar var þriðji fyrirliði KA síðustu þrjú tímabil en þá var Ásgeir Sigurgeirsson í hlutverki fyrirliða. Elfar Árni Aðalsteinsson var varafyrirliði og Ívar þar á eftir.
Ásgeir tók við fyrirliðahlutverkinu eftir tímabilið 2020, tók þá við bandinu af Almari Ormarssyni.
Ívar var þriðji fyrirliði KA síðustu þrjú tímabil en þá var Ásgeir Sigurgeirsson í hlutverki fyrirliða. Elfar Árni Aðalsteinsson var varafyrirliði og Ívar þar á eftir.
Ásgeir tók við fyrirliðahlutverkinu eftir tímabilið 2020, tók þá við bandinu af Almari Ormarssyni.
Ívar er fæddur árið 1996 og er á leið inn í sitt ellefta tímabil í meistaraflokki. Hann hefur leikið með KA allan sinn feril ef frá er talið sumarið 2018 þegar hann var hjá Magna og fyrri hluti tímabilsins 2019 þegar hann var hjá Víkingi Ólafsvík.
Hann er algjör lykilmaður í liði KA og var í vetur á óskalista Breiðabliks en Íslandsmeisturunum tókst ekki að fá hann frá uppeldisfélaginu.
Athugasemdir