Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlega mikilvægt að halda Ívari - „Held að báðir aðilar séu þakklátir"
Fyrra marki KA fagnað í bikarúrslitaleiknum.
Fyrra marki KA fagnað í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ánægja með bikarmeistaratitilinn.
Ánægja með bikarmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ívar Örn Árnason (1996) er algjör lykilmaður í liði KA og hefur síðustu ár verið einn besti leikmaður liðsins. Hann kom fyrst inn í liðið sem lykilmaður við hlið Dusan Brkovic og myndaði svo öflugt miðvarðapar með Hans Viktori Guðmundssyni á síðasta tímabili.

Eftir tímabilið 2022 stóð Ívari til boða að semja við félög sunnan heiða en ákvað að taka slaginn áfram með uppeldisfélaginu. Hann framlengdi svo samning sinn við félagið síðasta vetur. Í vetur barst svo tilboð frá Breiðabliki sem KA hafnaði. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, um mikilvægi Ívars.

„Það er ótrúlega mikilvægt að halda honum innan okkar raða, hann hefur vaxið og er orðinn virkilega góður leikmaður. Það er ástæðan fyrir því að liðin með mestu peningana og í efstu sætunum vilja kaupa hann. Það er gríðarlega sterkt að halda honum, hann er með mikið KA hjarta og ég held að báðir aðilar séu þakklátir. Hann er þakklátur fyrir hvað KA hefur gert fyrir hann, við treystum á hann og höfum unnið mikið í honum og búnir að færa hann á háan stall. Við erum þakklátir fyrir að hann hefur verið hérna hjá okkur og er að sýna okkur traust, báðir aðilar sáttir. Hann upplifði það að vinna titil með uppeldisfélaginu sínu og við erum ánægðir með frábæran strák," segir Haddi.

KA missti frá sér heimamenn í vetur en náði að halda Ívari sem er gífurlega mikilvægt fyrir liðið. KA varð bikarmeistari á síðasta tímabili og fer því í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner