Barcelona 6 - 1 Wolfsburg (10-2 samanlagt)
1-0 Salma Paralluelo ('10)
2-0 Salma Paralluelo ('20)
3-0 Esmee Brugts ('41)
4-0 Claudia Pina ('62)
4-1 Lineth Beerensteyn ('72)
5-1 Claudia Pina ('77)
6-1 Maria Leon ('91)
1-0 Salma Paralluelo ('10)
2-0 Salma Paralluelo ('20)
3-0 Esmee Brugts ('41)
4-0 Claudia Pina ('62)
4-1 Lineth Beerensteyn ('72)
5-1 Claudia Pina ('77)
6-1 Maria Leon ('91)
Barcelona er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur gegn Wolfsburg, þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliðinu.
Barca vann fyrri leikinn sannfærandi í Wolfsburg og rúllaði svo yfir þýska stórveldið í seinni leiknum í dag.
Salma Paralluelo setti tvö fyrstu mörk leiksins áður en Esmee Brugts bætti þriðja markinu við fyrir leikhlé.
Claudia Pina skoraði tvennu í síðari hálfleik og komst Maria Leon einnig á blað en Lineth Beerensteyn gerði eina mark Wolfsburg.
Sveindís spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins og var skipt af velli fyrir Beerensteyn, sem skoraði tveimur mínútum síðar.
Barcelona mætir annað hvort Chelsea eða Manchester City í undanúrslitum, á meðan Lyon og Arsenal eigast við í hinum undanúrslitaleiknum.
Wolfsburg lagði Barcelona að velli í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2020 en síðan þá hafa Börsungar alltaf haft betur.
Barca sló Wolfsburg úr leik í undanúrslitum 2022 og sigraði svo úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Wolfsburg ári síðar.
Athugasemdir