Pétur Guðmundsson er einn af okkur reynslumestu dómurum, hann hefur dæmt í efstu deild um árabil. Það spurðist út í vetur að hann ætlaði að leggja flautuna á hilluna en honum hefur snúist hugur og ætlar að taka (allavega) ár í viðbót.
Lögregluvarðstjórinn dæmdi bikarúrslitaleikinn í fyrra, og var það hans annar úrslitaleikur. Pétur ræddi við Fótbolta.net í dag.
Lögregluvarðstjórinn dæmdi bikarúrslitaleikinn í fyrra, og var það hans annar úrslitaleikur. Pétur ræddi við Fótbolta.net í dag.
„Ég var eiginlega búinn að leggja flautuna á hilluna fyrir þetta tímabil, ætlaði að láta síðasta tímabil vera síðasta dansinn. Ég er svona að skoða hvort ég taki eitt enn, það er stemning fyrir því hjá dómaranefndinni og dómarayfirstjórninni að kreista nokkra leiki út úr kallinum," segir Pétur.
„Ég þurfti að fara í aðgerð á öxl í janúar og datt aðeins úr hlauparyþmanum og þjálfuninni. Ég er kannski aðeins eftir á í því, en er búinn að vera ágætlega duglegur að æfa undanfarið. Ég hugsa að ég láti slag standa og reyni að koma mér í stand áður en mótið hefst."
„Það væri möguleiki að ég dæmi í fyrstu umferð, það er fundur á sunnudaginn hjá okkur. Það er líka fullt af öðrum góðum mönnum sem eru klárir í að dæma."
Nýja átta sekúndna reglan
Hvernig líst þér á þessa reglu?
„Þetta er ein af þessum reglubreytingum þar sem maður skilur alveg hvað er verið að reyna gera, reynt að flýta leiknum, það vilja allir hafa leikinn sem mest í gangi og sem hraðastan. Það er leiðinlegt þegar markmenn taka svona (Jordan) Pickford, henda sér á jörðina með boltann í fanginu, liggja þar í nokkrar sekúndur, standa upp og eru áfram með honum í nokkrar sekúndur. Það leiðist þetta öllum. Markmennirnir fengu fína athygli út af þessu, en allir aðrir nenntu þessu ekki. Mér líst því bara mjög vel á þessa breytingu. Það er svo ekkert flókið að framkvæma þetta. EIns og með allar reglur verður að vera smá skynsemi, þýðir ekki að vera bara á skeiðklukkunni og flauta um leið og átta sekúndur eru liðnar."
„Allt sem hraðar leiknum og gerir hann skemmtilegri áhorfs, ég styð það allt saman," segir Pétur.
Athugasemdir