Cheltenham upp en Grimsby féll
Exeter vann 3-2 sigur á Grimsby í ensku D-deildinni, League Two. Jökull Andrésson var á sínum stað í marki Exeter í leiknum en hann er á láni frá Reading.
Exeter komst yfir í leiknum þegar gestirnir skoruðu sjálfsmark. Gestirnir jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir hlé og tóku forystuna á 58. mínútu með marki frá Jay Matete.
Exeter komst yfir í leiknum þegar gestirnir skoruðu sjálfsmark. Gestirnir jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir hlé og tóku forystuna á 58. mínútu með marki frá Jay Matete.
Matete þessi fékk svo að líta rauða spjaldið þremur mínútum síðar og Exeter lék því síðasta hálftímann manni fleiri.
Exeter nýtti sér liðsmuninn vel, á 83. mínútu jöfnuðu heimamenn leikinn og á 89. mínútu skoraði Ryan Bowman sigurmarkið.
Exeter heldur áfram í vonina um umspilssæti en tvö stig eru upp í það þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Með tapinu féll Grimsby niður í utandeildina.
Í neðsta umspilssætinu situr Salford City sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Í dag vann liðið sigur á Bradford City með marki í uppbótartíma.
Cheltenham gerði jafntefli gegn Carlisle í dag og dugðu þau úrslit Cheltenham til þess að tryggja sæti í C-deildinni á næstu leiktíð. Liðið er í toppsæti deildarinnar, með sjö stiga forskot á fjórða sætið þegar sex stig eru í pottinum.
Athugasemdir