Stjarnan gerði aðeins jafntefli við Grindavík á heimavelli í kvöld þrátt fyrir ótal marktækifæri.
Stjarnan hefur lokið fimm heimaleikjum í Pepsi-deildinni í sumar og einungis náð í einn sigur.
„Það verður áhugavert að sjá tölfræðina úr þessum leik. Ég held að hún sé mögnuð miðað við öll færin sem við erum að fá, fyrirgjafir, hornspyrnur og annað slíkt. Það er synd að skora ekki fleiri mörk," sagði Rúnar eftir leikinn.
Stjarnan hefur lokið fimm heimaleikjum í Pepsi-deildinni í sumar og einungis náð í einn sigur.
„Það verður áhugavert að sjá tölfræðina úr þessum leik. Ég held að hún sé mögnuð miðað við öll færin sem við erum að fá, fyrirgjafir, hornspyrnur og annað slíkt. Það er synd að skora ekki fleiri mörk," sagði Rúnar eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Grindavík
„Mér líður ágætlega. Frammistaða liðsins var mjög góð þrátt fyrir að við náum ekki að setja fleiri mörk. Við spilum feykivel, en Grindavík gerði það ágætlega líka, varnarlega."
Um að vera aðeins með einn sigur í fyrstu sex leikjunum:
„Við höfum ekki áhyggjur yfir því. Við þurfum bara að halda áfram, við erum að spila vel. Auðvitað hefði ég viljað fá fleiri heimasigra, en þetta er búið. Við breytum þessu ekki núna, en við getum aftur á móti gert betur."
Markvörðurinn Kristijan Jajalo var ekki með Grindavík vegna meiðsla. Maciej Majewski fyllti í skarðið og gerði það frábærlega.
„Hann varði feykilega vel. Yfirleitt þegar markverðir koma hingað eru þeir bestir, sú saga heldur áfram."
Rúnar Páll fékk gult spjald, en hann en fyrir hvað vissi hann ekki. „Ég sagði ekkert ljótt, það má víst ekkert segja lengur," sagði Rúnar Páll að lokum.
Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir