Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Þétt sjónvarpsdagskrá þegar enska deildin hefst aftur?
Úr leik Manchester United og Manchester City.
Úr leik Manchester United og Manchester City.
Mynd: Getty Images
Stefnt er á að hefja ensku úrvalsdeildina aftur í júní og eru lið byrjuð að æfa aftur með snertingum.

Það verður spilað fyrir luktum dyrum eins og í þýsku úrvalsdeildinni, en ekkert hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni frá því í mars vegna kórónuveirunnar.

Gera má ráð fyrir því að það verði spilað þétt, en samkvæmt Mirror þá vonast rétthafar til þess að hægt verði að sýna fimm leiki á laugardögum og sunnudögum, ásamt tveimur kvöldleikjum á þriðjudögum og miðvikudögum.

Haldið er fram að um helgar þá verði leikir í sjónvarpinu frá klukkan tólf til átta að kvöldi til, en það yrði þá klukkan ellefu til sjö að kvöldi til á íslenskum tíma.

Það á enn eftir að spila 92 leiki í ensku úrvalsdeildinni, en rætt verður nánar um leikjafyrirkomulag á fundi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner