Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mán 27. maí 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eðlilega hundfúll. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu, hvernig við fórum með tækifærin okkar og hvernig við vorum í þessum mörkum sem þeir skora," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir tap gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti sigurleikur Fylkis í deildinni í sumar en fallbaráttan varð meira spennandi við þessi úrslit.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Ómar var alls ekki ánægður með mörkin sem HK fékk á sig í leiknum. Annað markið var áhugavert en þá reyndi Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður liðsins, Zidane-snúning á miðjum vellinum. Hann tapaði boltanum og Fylkir refsaði fyrir það.

„Fyrsta markið eftir horn er bara lélegt, mark tvö þá er hafsent með Zidane-snúning inn á miðjunni og þeir sloppnir í gegn og þriðja markið var ekkert skárra. Bara gríðarlega dýrt í kvöld að gefa þessi færi á sér."

Ómar var spurður að því hvernig hann muni tækla það að miðvörður liðsins sé að taka Zidane-snúning inn á miðjum vellinum.

„Ég held að ég þurfi ekkert að gera það. Hann áttar sig manna best á því að ákvörðunin var röng. Hann er það vel gefinn og góður í fótbolta að þetta eru mistök sem hann gerir ekki aftur."

HK-ingar virðast geta gírað sig betur í leikina gegn stóru liðunum í þessari deild, en svona leikir eru erfiðari en þá.

„Það eru vonbrigði að þetta sé að gerast annað árið í röð. Það er ekki eins og það hafi ekki verið nógu mikið rætt, bæði af okkar í teyminu og af leikmönnum. Það er mjög svekkjandi fyrir mig, stuðningsmennina og ógeðslega svekkjandi fyrir leikmennina. Ég held að þeir viti það best sjálfir að við hefðum getað gert töluvert betur í kvöld."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner