Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 27. maí 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eðlilega hundfúll. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu, hvernig við fórum með tækifærin okkar og hvernig við vorum í þessum mörkum sem þeir skora," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir tap gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti sigurleikur Fylkis í deildinni í sumar en fallbaráttan varð meira spennandi við þessi úrslit.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Ómar var alls ekki ánægður með mörkin sem HK fékk á sig í leiknum. Annað markið var áhugavert en þá reyndi Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður liðsins, Zidane-snúning á miðjum vellinum. Hann tapaði boltanum og Fylkir refsaði fyrir það.

„Fyrsta markið eftir horn er bara lélegt, mark tvö þá er hafsent með Zidane-snúning inn á miðjunni og þeir sloppnir í gegn og þriðja markið var ekkert skárra. Bara gríðarlega dýrt í kvöld að gefa þessi færi á sér."

Ómar var spurður að því hvernig hann muni tækla það að miðvörður liðsins sé að taka Zidane-snúning inn á miðjum vellinum.

„Ég held að ég þurfi ekkert að gera það. Hann áttar sig manna best á því að ákvörðunin var röng. Hann er það vel gefinn og góður í fótbolta að þetta eru mistök sem hann gerir ekki aftur."

HK-ingar virðast geta gírað sig betur í leikina gegn stóru liðunum í þessari deild, en svona leikir eru erfiðari en þá.

„Það eru vonbrigði að þetta sé að gerast annað árið í röð. Það er ekki eins og það hafi ekki verið nógu mikið rætt, bæði af okkar í teyminu og af leikmönnum. Það er mjög svekkjandi fyrir mig, stuðningsmennina og ógeðslega svekkjandi fyrir leikmennina. Ég held að þeir viti það best sjálfir að við hefðum getað gert töluvert betur í kvöld."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner