Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   mán 27. maí 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eðlilega hundfúll. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu, hvernig við fórum með tækifærin okkar og hvernig við vorum í þessum mörkum sem þeir skora," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir tap gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti sigurleikur Fylkis í deildinni í sumar en fallbaráttan varð meira spennandi við þessi úrslit.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Ómar var alls ekki ánægður með mörkin sem HK fékk á sig í leiknum. Annað markið var áhugavert en þá reyndi Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður liðsins, Zidane-snúning á miðjum vellinum. Hann tapaði boltanum og Fylkir refsaði fyrir það.

„Fyrsta markið eftir horn er bara lélegt, mark tvö þá er hafsent með Zidane-snúning inn á miðjunni og þeir sloppnir í gegn og þriðja markið var ekkert skárra. Bara gríðarlega dýrt í kvöld að gefa þessi færi á sér."

Ómar var spurður að því hvernig hann muni tækla það að miðvörður liðsins sé að taka Zidane-snúning inn á miðjum vellinum.

„Ég held að ég þurfi ekkert að gera það. Hann áttar sig manna best á því að ákvörðunin var röng. Hann er það vel gefinn og góður í fótbolta að þetta eru mistök sem hann gerir ekki aftur."

HK-ingar virðast geta gírað sig betur í leikina gegn stóru liðunum í þessari deild, en svona leikir eru erfiðari en þá.

„Það eru vonbrigði að þetta sé að gerast annað árið í röð. Það er ekki eins og það hafi ekki verið nógu mikið rætt, bæði af okkar í teyminu og af leikmönnum. Það er mjög svekkjandi fyrir mig, stuðningsmennina og ógeðslega svekkjandi fyrir leikmennina. Ég held að þeir viti það best sjálfir að við hefðum getað gert töluvert betur í kvöld."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner