Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 27. maí 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eðlilega hundfúll. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu, hvernig við fórum með tækifærin okkar og hvernig við vorum í þessum mörkum sem þeir skora," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir tap gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti sigurleikur Fylkis í deildinni í sumar en fallbaráttan varð meira spennandi við þessi úrslit.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Ómar var alls ekki ánægður með mörkin sem HK fékk á sig í leiknum. Annað markið var áhugavert en þá reyndi Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður liðsins, Zidane-snúning á miðjum vellinum. Hann tapaði boltanum og Fylkir refsaði fyrir það.

„Fyrsta markið eftir horn er bara lélegt, mark tvö þá er hafsent með Zidane-snúning inn á miðjunni og þeir sloppnir í gegn og þriðja markið var ekkert skárra. Bara gríðarlega dýrt í kvöld að gefa þessi færi á sér."

Ómar var spurður að því hvernig hann muni tækla það að miðvörður liðsins sé að taka Zidane-snúning inn á miðjum vellinum.

„Ég held að ég þurfi ekkert að gera það. Hann áttar sig manna best á því að ákvörðunin var röng. Hann er það vel gefinn og góður í fótbolta að þetta eru mistök sem hann gerir ekki aftur."

HK-ingar virðast geta gírað sig betur í leikina gegn stóru liðunum í þessari deild, en svona leikir eru erfiðari en þá.

„Það eru vonbrigði að þetta sé að gerast annað árið í röð. Það er ekki eins og það hafi ekki verið nógu mikið rætt, bæði af okkar í teyminu og af leikmönnum. Það er mjög svekkjandi fyrir mig, stuðningsmennina og ógeðslega svekkjandi fyrir leikmennina. Ég held að þeir viti það best sjálfir að við hefðum getað gert töluvert betur í kvöld."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner